Fréttir

Elvira stóðst áhlaup Harding og landaði sigri í Wales
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 25. júlí 2021 kl. 18:56

Elvira stóðst áhlaup Harding og landaði sigri í Wales

Nacho Elvira var í frábærri stöðu og hafði 6 högga forskot fyrir lokahringinn á Cazoo Open mótinu á Celtic Manor í Wales.

Þegar ein braut var óleikin var forskot Elvira komið niður í eitt högg. Elvira lék hana á 6 höggum eða skolla og hringinn á pari. Justin Harding frá Suður Afríku lék frábærlega í dag á 6 höggum undir pari og náði að jafna við Elvira. Þeir þurftu því að leika 18. brautina aftur í bráðabana.

Aðeins þurfti að leika brautina einu sinni þar sem Elvira fékk par en Harding skolla. Sigur Elvira sem hefur átt erfitt tímabil því staðreynd. Frábært hjá Elvira sem hefði ekki komist í gegnum niðurskurðinn á 10 mótum af 15 á þessu tímabili. Fyrsti sigur hans á Evrópumótaröðinni staðreynd.

Lokastaðan í mótinu