Örnninn er lentur
Örnninn er lentur

Fréttir

Elísabetar Englandsdrottningar minnst með 2 mín. þögn - BMW mótið aftur í gang
Tveggja mínútna þögn til minningar um Elísabetu II Englandsdrottningu, var á Wentworth áður en keppni hófst á öðrum leikdegi.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 10. september 2022 kl. 10:57

Elísabetar Englandsdrottningar minnst með 2 mín. þögn - BMW mótið aftur í gang

Tveggja mínútna þögn var í morgun á BMW mótinu á DP Evrópumótaröðinni á hinum sögufræga Wentworth golfvelli í Englandi þar sem viðstaddir minntust Elísabear II Englandsdrottningar sem lést í fyrradag.

Leik var aflýst á öðrum keppnisdegi en leiknar voru 18 holur á fimmtudag. Annar keppnisdagur var því settur í gang í morgun, laugardag og verða aðeins leiknar 54 holur því ekki er hægt að ljúka mótinu á mánudag að því er fram kemur í tilkynningu frá mótaröðinni.

Skor eru mjög góð en þegar þetta er skrifað er Daninbn Sören Kjeldsen með forystu „í klúbbhúsi“ eins og sjá má hér. 

Hér má líka sjá beina útsendingu frá ráshópi sem í eru Rory McIlroy, Matt Fitzpatrick og Billy Horchel.