Fréttir

Eiginhandaráritanir frá Bandaríkjamönnum á líkama kylfusveinsins
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 29. september 2022 kl. 06:29

Eiginhandaráritanir frá Bandaríkjamönnum á líkama kylfusveinsins

Kylfusveinn Japanans Hideki Matsuyama sem var einn af liðsmönnum Alþjóða liðsins í Forsetabikarnum, sýndi mynd af sér með eiginhandaráritun allra liðsmanna bandaríska liðsins að móti loknu á sunnudagskvöld. Kappinn sem heitir Shota, fékk Bandaríkjamennina til að skrifa nafn sitt á líkama sinn, bringu og maga. 

Eins og sjá má á myndinni fékk hann líka teiknað hjarta yfir naflanna og örvar sem vísuðu neðar.

Stemmningin var víst góð hjá Ameríkönum, eitthvað minni hjá Alþjóða liðinu en Bandaríkjamenn sigruðu í tólfta sinn í Forsetabikarnum. Alþjóða liðið hefur aðeins sigrað einu sinni.