Fréttir

Draumahringur hjá Birgi Guðjóns - efstur eftir 36 holur
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 5. ágúst 2022 kl. 20:20

Draumahringur hjá Birgi Guðjóns - efstur eftir 36 holur

Birgir Guðjónsson úr Golfklúbbnum Esju er með forystu eftir 36 holur á Íslandsmótinu í Eyjum. Hann lék á 64 höggum, sex undir pari á öðrum hring eftir að hafa leikið á einu höggi yfir pari á fyrsta hring. Birgir er á 5 undir pari í heildina.

Birgir fékk átta fugla og einn örn, tvo skolla og einn tvöfaldan skolla þannig að þetta var nokkuð skrautlegur hringur hjá kappanum sem hefur ekki verið að keppa á stigamótum GSÍ undanfarin ár en þó leikið á Íslandsmóti og í sveitakeppni. Birgir er með þrjá „tvista“ á seinni níu holunum, á 14., 15. og 17. braut. 

Margeir golfferð
Margeir golfferð

Eyjamenn eiga einn kylfing í toppbaráttunni, Daníel Inga Sigurjónsson en hann lék á 66 höggum í dag, -4 og var á einu höggi yfir pari í gær. Flott spilamennska hjá Daníel.

Birgir Guðjónsson úr Golfklúbbnum Esju er með forystu eftir 36 holur á Íslandsmótinu í Eyjum. Hann lék á 64 höggum, sex undir pari á öðrum hring eftir að hafa leikið á einu höggi yfir pari á fyrsta hring. Birgir er á 5 undir pari í heildina.

Birgir fékk átta fugla og einn örn, tvo skolla og einn tvöfaldan skolla þannig að þetta var nokkuð skrautlegur hringur hjá kappanum sem hefur ekki verið að keppa á stigamótum GSÍ undanfarin ár en þó leikið á Íslandsmóti og í sveitakeppni. Birgir er með þrjá „tvista“ á seinni níu holunum, á 14., 15. og 17. braut. 

Þrír kylfingar eru í 2.-4. sæti. Eyjamenn eiga þar einn kylfing í toppbaráttunni, Daníel Inga Sigurjónsson en hann lék á 66 höggum í dag, 43 og var á einu höggi yfir pari í gær og er á -3. Flott spilamennska hjá Daníel.

Böðvar Bragi Pálsson lék vel í dag, var á -3 eftir fyrri níu holurnar en tapaði höggi á klaufalegan hátt á 10. og 11. braut en lék í heildina samt mjög gott golf. Endaði hringinn á -1 og samtals á -3.

Kristófer Orri Þórðarson lenti í veseni á 1. braut og tapaði 2 höggum og fékk skolla á 7. braut. Svo kom fugl á 8. braut og hann lék seinni hringinn á -1 og samtals á 1 höggi yfir pari. 

Hlynur Geir Hjartarson lék mjög gott golf á öðrum hring og er í 5. sæti a -2.

Staðan eftir 36 holur:

Kristófer Orri Þórðarson er á -3. 

Böðvar Bragi Pálsson er á -3.

Einn af elstu kylfingunum í mótinu, Hlynur Geir Hjartarson, er í toppbaráttunni.