Golfklúbbur Kiðjabergs
Golfklúbbur Kiðjabergs

Fréttir

Clark setti vallarmet og sigraði á Pebble Beach
Wyndham Clark lék frábært golf á Pebble Beach. kylfingur.is/golfsupport.nl
Mánudagur 5. febrúar 2024 kl. 17:34

Clark setti vallarmet og sigraði á Pebble Beach

Bandaríkjamaðurinn Windham Clarke tryggði sér sigur á AT&T mótinu á PGA mótaröðinni á hinum sögufræga Pebble Beach velli. Clarke setti vallarmet á þriðja hring þegar hann lék á 60 höggum og þurfti ekki að leika fjórða hringinn því hann var blásaður af vegna veðurs.

Evrópskir kylfingar hafa verið í toppbaráttunni á síðustu mótum á PGA mótaröðinni. Svíinn Ludvig Åberg endaði höggi á eftir Clarke og Frakkinn Pavon sem sigraði vikuna á undan varð þriðji. Thomas Detry frá Belgíu er búinn að vera að blanda sér í sigurinn á þremur síðustu mótum en hann deildi fjórða sætinu.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Clark sem sigraði á Opna bandaríska mótinu, eitt af fjórum risamótunum, var með sjóðheitan pútter í þriðja hringnum á Pebble Beach. Í myndskeiðiðinu má sjá maganaða spilamennsku kappans og hvert púttið fara ofan í á fætur öðru, hann fékk níu fugla, tvo erni og einn skolla.

Lokastaðan.