Fréttir

Cabrera Bello leiðir á heimavelli fyrir lokahringinn
Rafa Cabrera Bello er efstur fyrir lokahringinn í Madríd.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 10. október 2021 kl. 08:16

Cabrera Bello leiðir á heimavelli fyrir lokahringinn

Spánverjinn Rafa Cabrera Bello hefur tveggja högga forystu fyrir lokahringinn á Acciona Open de Espana mótinu á Evrópumótaröð karla.

Cabrera Bello hefur ekki fengið einn einasta skolla á síðsutu tveimur hringjum sem hann hefur leikið á 65 og 64 höggum.

Adri Arnaus landi Bello og Julian Guerrier frá Frakklandi koma næstir tveimur höggum á eftir eins og áður segir.

Allt útlit er því fyrir spennandi lokahring í Madríd í dag.

Staðan í mótinu