Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Byrjar í Suður-Afríku
Föstudagur 27. janúar 2023 kl. 00:44

Byrjar í Suður-Afríku

Haraldur Franklín Magnús atvinnumaður í golfi mun spila á Challenge Tour mótaröðinni á þessu ári. Hann mun reyna aftur að komast inn á DP World Tour mótaröðina þar sem Guðmundur Ágúst Kristjánsson mun spila í sumar.

„Fyrstu mótin eru í febrúar í Suður-Afríku. Í mars verður leikið í Indlandi. Í lok apríl er svo leikið í Abu Dhabi. Þegar kemur inn á sumarið verður leikið í Evrópu og áfram haldið þar fram á haust. Ég er í góðum gír. Búinn að vera í tveimur æfingaferðum á Spáni. Fyrst með GSí og landsliðinu og svo með afrekshópi GR. Við höfum æft við frábærar aðstæður og spilað skemmtilega golfvelli. Það er vísu búið að blása mikið á okkur hérna meðan á æfingabúðunum hefur staðið, en það verður að taka því enda oft leikið í mótum í miklu roki. En þetta er mjög gaman og hóparnir góðir.“ sagði Haraldur Franklín í viðtali við Kylfing.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Haraldur mætir til leiks með nýjan búnað frá Titleist sem hann er mjög ánægður með enda hafi Titleist reynst honum vel gegnum tíðina.

Hlökkum til að fylgjast með Haraldi Franklín á vellinum í sumar.