Fréttir

Broberg lék frábærlega og á sigurinn vísan
Broberg sigraði á BMW mótinu árið 2015 en hefur ekki náð að enda á meðal 10 efstu eftir það tímabil.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 19. september 2021 kl. 09:43

Broberg lék frábærlega og á sigurinn vísan

Kristoffer Broberg lék stórkostlegt golf á þriðja hring Opna hollenska mótsins og hefur náð átta högga forskoti á næsta mann.

Broberg sem ekki hefur náð að enda á meðal 10 efstu í móti á Evrópumótaröðinni síðan 2015 sett vallarmet þegar hann lék á 61 höggi. Hann fékk 10 fugla einn örn og einn skolla á hringnum og er samtals á 23 höggum undir pari fyrir lokahringinn.

Daninn Marcus Helligkilde kemur næstur á 15 höggum undir pari. Frábært hjá Helligkilde sem hefur leikið á Áskorendamótaröðinni til þessa.

Staðan í mótinu