Fréttir

Boutier sigraði á heimavelli
Celine Boutier sigraði á Lacoste Ladies Open.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 18. september 2021 kl. 16:07

Boutier sigraði á heimavelli

Heimastúlkan Celine Boutier stóð uppi sem sigurvegari á Lacoste Ladies Open sem kláraðist í Frakklandi fyrr í dag. Hún tryggði sér sigurinn með glæsilegum fugli á síðustu holu.

Samtals lék Boutier hringina þrjá á 11 höggum undir pari og varð einu höggi á undan Kylie Henry frá Skotlandi.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék á höggi undir pari í dag og samtals á tveimur höggum yfir pari. Það dugði Guðrúnu í 43. sæti mótsins og situr hún nú í 78. sæti stigalista mótaraðarinnar.

Lokastaðan og verðlaunafé