Fréttir

Boutier setti met og er efst á lokamóti LPGA
Boutier er að leika frábærlega í Flórída og hefur fjögur högg í forskot þegar mótið er hálfnað.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 20. nóvember 2021 kl. 09:42

Boutier setti met og er efst á lokamóti LPGA

Hin 28 ára gamla Celine Boutier frá París er efst á lokamóti LPGA mótaraðarinnar þegar mótið er hálfnað.

Boutier er samtals á 14 höggum undir pari og bætti metið yfir lægsta skorið á 36 holum í mótinu um tvö högg. Hún hefur fjögur högg í forskot á næstu konur sem eru Gaby Lopez, Minjee Lee og Mina Harigae.

Nelly Korda er á meðal kylfinga sem eru á 9 höggum undir pari og Jin Young Ko er á 8 höggum undir pari en þær tvær berjast hart um stigameistaratitil mótaraðarinnar.

Staðan í mótinu