Bjarki og Guðmundur áfram á 3. stigið
Bjarki Pétursson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson léku báðir mjög gott golf og komust áfram á 3. stig úrtökumótanna fyrir DP Evrópumótaröðina. Bjarki endaði í 9.-10. sæti á -19 og Guðmundur jafn í 14. sæti á -17. Haraldur Franklín endaði jafn í 41. sæti og komst ekki á þriðja stigið. Var þó ekki langt frá því. Þeir léku allir á Isla Canela Links í Huelva á Spáni.
Bjarki átti frábært mót. Í lokahringnum byrjaði hann þó illa og fékk skolla á 3., 4. og 5. holu en næstu þrettán holur lék hann á -7 og kláraði á 68 höggum, eins og í hring 2 og 3 en var á 65 í fyrsta hring, virkilega vel gert hjá Borgnesingnum.
Guðmundur Ágúst lék líka flott golf og var lokahringinn á -5 og fékk engan skolla þrjá fugla og einn örn.
Haraldur Franklín þurfti súper hring í lokin og lék á -5 en það dugði ekki eftir að hafa farið hring 2 og 3 á pari. Segir eitthvað um gæðin á þessu 2. stigi.