Fréttir

Bjarki lék vel í dag - Haraldur Franklín missti flugið
Bjarki Pétursson. Ljósmynd: Facebook/Svenska proffstourerna
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
sunnudaginn 17. júlí 2022 kl. 14:10

Bjarki lék vel í dag - Haraldur Franklín missti flugið

Bjarki Pétursson úr GKG og Haraldur Franklín Magnús úr GR luku leik fyrr í dag á Euram Bank Open í Austurríki í dag en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Bjarki lék hringina fjóra á 278 höggum (69-70-72-67) eða samtals á 2 höggum undir pari GC Adamstal vallarins.

Bjarki hóf lokahringinn með látum. Hann fékk fugl á 2. holu og örn á 3. holu. Hann sýndi mikinn stöðugleika út hringinn og paraði þær holur sem eftir voru. Hann hafnaði í 24.-27. sæti á mótinu.

Haraldur Franklín lék ekki alveg jafn vel á lokahringnum en hann kom í hús á 75 höggum eða á 3 höggum yfir pari vallarins. Haraldur lék hringina fjóra á 281 höggi (71-67-70-73) eða á 1 höggi yfir pari vallarins og hafnaði í 44.-49. sæti á mótinu.

Það var hinn þýski, Marc Hammer, sem sigraði á 10 höggum undir pari.

Lokastaðan á mótinu

Næsta mót á Áskorendamótaröðinni er Irish Challenge, sem fram fer dagana 28.-31. júlí nk. Guðmundur Ágúst Kristjánsson verður meðal þátttakenda. Bjarki Pétursson og Andri Þór Björnsson eru á biðlista en Haraldur Franklín situr hjá.