Fréttir

Babnik fyrst til að klára Titleist áskorunina
Babnik er aðeins 17 ára en situr í 5. sæti styrkleikalista Evrópumótaraðar kvenna.
Þriðjudagur 12. október 2021 kl. 09:03

Babnik fyrst til að klára Titleist áskorunina

Á Evrópumótaröð kvenna hefur á tímabilinu verið í gangi skemmtileg áskorun. Áskorunin felst í því að reyna að slá niður úr stiga 5 kassa af Titleist boltum á innan við 50 sekúndum.

Margar hafa reynt sig og margar hafa komist nálægt því að leysa þrautina en engri tekist fyrr en Pia Babnik frá Slóveníu kláraði hana með sóma.

Babnik er athyglisverður kylfingur sem situr í 5. sæti styrkleikalista mótaraðarinnar. Hún er aðeins 17 ára og vann sinn fyrsta sigur í júní. Hún kemur eins og áður segir frá Slóveníu sem hefur til þessa ekki verið þekkt fyrir að framleiða kylfinga í fremstu röð. Sannarlega bjart fram undan hjá þessum frábæra kylfingi.