Örninn 2023
Örninn 2023

Fréttir

Ayaka Furue leiðir eftir fyrsta hring á Evian
Ayaka Furue á fyrsta hringnum á Evian Resort. Ljósmynd: Tristan Jones/LET
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
föstudaginn 22. júlí 2022 kl. 09:13

Ayaka Furue leiðir eftir fyrsta hring á Evian

Nelly Korda og Brooke Henderson ekki langt undan

Fjórða af fimm risamótum ársins, Evian meistaramótið, hófst í gær á Evian Resort vellinum í Frakklandi.

Hinn japanski nýliði, Ayaka Furue, lék best allra á fyrsta hring en hún kom í hús á 63 höggum eða á 8 höggum undir pari vallarins. Hún fékk níu fugla og einn skolla á hringnum. Þær Nelly Korda frá Bandaríkjunum og Brooke Henderson frá Kanada eru ekki langt undan á 7 höggum undir pari.

Hin Ástralska, Lydia Ko, lék fyrsta hringinn á 5 höggum undir pari sem og hin Suður-Kóreska, Jin Young Ko, sem leitt hfeur heimslistann síðan í mars á þessu ári. Landa hennar, In Gee Chun, sem sigraði á þriðja risamóti ársins, PGA meistaramótinu, í júní, er á 4 höggum undir pari eftir fyrsta hring og hin ástralska, Minjee Lee, sem sigraði á US Women's Open og situr í öðru sæti heimslistans, er á 1 höggi undir pari. 

Staðan á mótinu

Kylfingar í fyrstu ráshópum hafa nú þegar lokið leik á öðrum hring en ekki eru þeir enn allir farnir út.