Axel sigraði á Rewell Elisefarm Challenge í Svíþjóð
Lék hringina þrjá á 7 höggum undir pari
Axel Bóasson úr GK, sigraði á Rewell Elisefarm Challenge á Ecco-mótaröðinni (Nordic Golf League) sem lauk nú fyrir skömmu. Axel lék hringina þrjá á 209 höggum (68-68-73) eða á 7 höggum undir pari Elisefarm vallarins og var tveimur höggum á undan næsta manni, Nicolai Tinning frá Danmörku.
Með sigrinum tyllti Axel sér í 8. sæti stigalista mótaraðarinnar. Sigra þarf þrjú mót á mótaröðinni til að öðlast keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni.
Þeir Bjarki Pétursson og Aron Snær Júlíusson báðir úr GKG, höfnuðu í 19.-23. sæti ásamt þremur öðrum kylfingum en þeir léku hringina þrjá á pari vallarins.
Axel lék lokahringinn í dag á 73 höggum eða á 1 höggi yfir pari. Hann lék fyrri níu holurnar á 37 höggum eða á 1 höggi yfir pari og seinni níu holurnar á 36 höggum eða á pari. Axel fékk þrjá fugla og fjóra skolla á hringnum.

Bjarki lék lokahringinn á 73 höggum eða á 1 höggi yfir pari líkt og Axel. Hann lék fyrri níu holurnar á 37 höggum eða á 1 höggi yfir pari og seinni níu holurnar á 36 höggum eða á pari, rétt eins og Axel.

Aron Snær lék lokahringinn á 75 höggum eða á 3 höggum yfir pari. Hann lék fyrri níu holurnar á37 höggum eins og félagar sínir eða á 1 höggi yfir pari en seinni níu holurnar á 38 höggum eða á 2 höggum yfir pari. Hann fékk tvo fugla, þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla á hringnum.
