Fréttir

Axel í góðum gír í Svíþjóð
Axel Bóasson
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
miðvikudaginn 6. júlí 2022 kl. 17:53

Axel í góðum gír í Svíþjóð

Axel Bóassón úr GK leikur á Big Green Egg Swedish Matchplay Championship sem hófst í morgun á konunglega Drottningarhólmsvellinum vestur af Stokkhólmi.

Axel lék við Lukas Lautrup-Nissen frá Svíþjóð í 32 manna úrslitum og vann leikinn 4 & 3.

Í 16 manna úrslitum lék Axel gegn William Nygård frá Svíþjóð. Axel vann leikinn 5 & 4 og mætir Tobias Edén frá Svíþjóð í fyrramálið í 8 manna úrslitum. Leikurinn hefst upp úr klukkan 6 í fyrramálið á íslenskum tíma.

Tobias Edén sigraði hinn íslenskættaða Dana, August Thor Høst í 16 manna úrslitum 4 & 2.

Staðan á mótinu