Public deli
Public deli

Fréttir

Axel í 5. sæti á Nordic - vann sér þátttöurétt á Áskorendamótaröðinni
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 20. október 2023 kl. 14:07

Axel í 5. sæti á Nordic - vann sér þátttöurétt á Áskorendamótaröðinni

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Keili tryggði sér þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour) á næsta ári með því að enda í 5. sæti stigalista Nordic Golf League mótaraðarinnar. Hann endaði í 19. sæti á síðasta mótinu þar sem leiknar voru 36 holur en síðasta hringnum var aflýst vegna óveðurs.

Axel sigraði á einu móti og var í verðlaunasæti í sex. Fimm efstu sætin gefa þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni.

Með þessum árangri vann Axel sér rétt til þátttöku á öðru stigi úrtökumótanna fyrir DP Evrópumótaröðina. Hann á því ennþá möguleika á að hlaupa eftir Áskorendamótaröðina og upp á DP, þá sterkustu í Evrópu, ef hann kemst áfram á 3. stigið og endar þar í efstu 25 sætunum. Það gerði Guðmundur Ágúst Kristjánsson í fyrra. Eins og staðan er núna hjá honum er líklegt að Guðmundur fari þangað aftur.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024