Fréttir

Aron Bergsson þremur höggum frá efsta manni fyrir lokahringinn
Aron Bergsson
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
föstudaginn 17. júní 2022 kl. 22:10

Aron Bergsson þremur höggum frá efsta manni fyrir lokahringinn

Axel Bóasson úr leik

Aron Bergsson, sem leikur fyrir Hills Golfklúbbinn í Svíþjóð og var jafn í efsta sæti eftir fyrsta hring á Junet Open í Nordic Golf League, náði sér ekki alveg á strik á öðrum hringnum í dag. Hann kom í hús á 75 höggum eða á 3 höggum yfir pari og situr í 10.-15. sæti fyrir lokahringinn á morgun.

Axel Bóasson úr GK, sem lék á 2 höggum yfir pari á fyrsta hring lék á 3 höggum yfir pari á öðrum hringnum rétt eins og Aron og er úr leik.

Það eru Svíarnir Martin Eriksson, Jesper Hagborg Asp og Niclas Weiland sem leiða mótið á 6 höggum undir pari Sand vallarins í Svíþjóð fyrir lokahringinn.

Staðan á mótinu

Skorkort Arons

Skorkort Axels