Public deli
Public deli

Fréttir

Anna Júlía Íslandsmeistari í holukeppni
Mánudagur 17. júní 2024 kl. 07:40

Anna Júlía Íslandsmeistari í holukeppni

Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG, er Íslandsmeistari í holukeppni kvenna 2024. Hún sigraði Fjólu Margréti Viðarsdóttur, GS 6&5 í úrslitaleiknum. Mótið fór fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar 14.-16. júní.

Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Önnu Júlíu á ferlinum í einstaklingskeppni en hún er 24 ára og var að ljúka námi í bandarískum háskóla, þar sem hún lék golf samhliða náminu.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Eva Kristinsdóttir, GM, sigraði Þóru Sigríði Sveinsdóttur, GS, 3&2 í leiknum um þriðja sætið.

Mótið var það 36. í röðinni frá því að fyrst var keppt árið 1988. Keppt verður í karlaflokki á Íslandsmótinu í holukeppni dagana 22.-24. júní á Garðavelli á Akranesi.

Verðlaunahafar frá vinstri: Eva Kristinsdóttir, GM, Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG og Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS. Mynd/[email protected]