Fréttir

Andri Þór lék best okkar manna á fyrsta hring
Andri Þór Björnsson
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
miðvikudaginn 29. júní 2022 kl. 18:35

Andri Þór lék best okkar manna á fyrsta hring

Þrír íslenskir kylfingar á PGA Championship Landeryd Masters

Andri Þór Björnsson úr GR lék vel framan af á fyrsta hring á PGA Championship Landeryd Masters en mótið er hluti af Nordic Golf League.

Andri Þór, sem var ræstur út á 10. teig, fékk örn á fyrstu holu dagsins og þrjá fugla á fyrri níu holum sínum. Hann var því á 5 höggum undir pari eftir fyrri níu holurnar og í toppbaráttu. Hann gaf aðeins eftir á seinni níu holunum og kom í hús að hring loknum á 69 höggum eða á 2 höggum undir pari Vesterby vallarins í Svíþjóð. Andri Þór er í 21.-41. sæti að loknum fyrsta hring.

Aron Bergsson sem leikur fyrir Hills Golfklúbbinn í Svíþjóð lék á 70 höggum eða á 1 höggi undir pari vallarins og er í 42.-60. sæti. Aron Snær Júlíusson úr GKG lék á 71 höggi í dag eða á pari vallarins. Hann er sem stendur í 61.-75. sæti.

Fjórir kylfingar deila forystunni á 6 höggum undir pari.

Staðan á mótinu