Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Áfram gott golf hjá Haraldi á lokaúrtökumótinu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 11. nóvember 2023 kl. 18:05

Áfram gott golf hjá Haraldi á lokaúrtökumótinu

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur fylgdi frábærum fyrsta hring með góðri frammistöðu í öðrum. Hann lék á þremur undir pari og er 9.-15. sæti eftir 36 holur.

Haraldur fékk sex fugla á öðrum hringnum, einn skolla og einn tvöfaldan skolla. Hann er í góðri stöðu keppnin er jöfn og hörð hjá 156 keppendum. Um helmingur efstu keppenda eftir 72 holur kemst í gegnum niðurskurðinn en tuttugu og fimm efstu í lokin fá þátttökurétt á DP mótaröðinni.

Haraldur lék í dag á Lakes vellinum en mótie fer fram á Infinitum Golf (Lakes/Hills) í Tarragona á Spáni.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024