Misjafnt gengi í úrtökumótunum - góð byrjun í Austurríki
Fimm íslenskir kylfingar eru í eldlínunni á úrtökumótum á fyrsta stigi fyrir DP Evrópumótaröðina í Austurríki og í Austurríki í þessari viku.
Þremenningarnir Bjarki Pétursson, Kristófer Orri Þórðarson og Sigurður Arnar Grétarsson eru í ágætum málum eftir 36 holur en leikið er í Haugsschlag í Austurríki.
Bjarki og Kristófer Orri eru jafnir með öðrum í 11. sæti á -2. Höggi á eftir er Sigurður Arnar á -1 en besta skorið eftir tvo hringi er 12 undir pari.
Staðan eftir 36 holur í Austurríki.
Axel Bóasson og Kristófer Karl Karlsson keppa á Arlandastad vellinum skammt frá Stokkhólmi í Svíþjóð. Þeim gekk ekki eins vel en Axel komst í gegnum niðurskurðinn eftir 54 holur. Hann er á 8 yfir pari sjö kylfingar eru á undir pari, besta skorið er -8. Axel er jafn í 57. sæti. Eftir tvo erfiða hringi á 76 og 74 höggum kom Axel inn á 68 höggum á þriðja hring. Skorið er mjög hátt í mótinu. Kristófer Karl Karlsson komst ekki áfram í fjórða hring en hann endaði á +14, 76, 76 og 73 högg.