Örninn 2023 fatnaður
Örninn 2023 fatnaður

Fréttir

10 ára á besta skorinu á Korpu
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 12. ágúst 2020 kl. 11:12

10 ára á besta skorinu á Korpu

Opna Air Iceland Connect fór fram um helgina á Korpúlfsstaðavelli. Fullbókað var í mótið en 170 manns tóku þátt. Leikið var í tveimur forgjafarflokkum ásamt því að veitt voru verðlaun fyrir besta skor.

Hinn 10 ára gamli Hjalti Kristján Hjaltason gerði sér lítið fyrir og lék á fæstum höggum í mótinu þegar hann kom inn á 69 höggum. Hjalti lék á rauðum teigum í mótinu vegna aldurs en skorið var engu að síður glæsilegt. Þá fékk hann einnig nándarverðlaun á 13. holu þegar hann sló 63 cm frá holu.

Pamela Ósk sem er eldri systir Hjalta, þó einungis 12 ára gömul, kom sér einnig í fréttirnar á dögunum þegar hún fékk 18 pör á Grafarholtsvelli. Hér er hægt að lesa um það.

Skorkort Hjalta má sjá hér:

Úrslit mótsins má sjá hér fyrir neðan:

Besta skor:

Kristinn Reyr Sigurðsson, GÖ - 71 högg af gulum teigum
Hjalti Kristján Hjaltason, GR – 69 högg af rauðum teigum v/10 ára aldurs

Forgjafarflokkur 0-8,4 

Ástgeir Ólafsson, GR – 41 punktur
Arnar Ingi Njarðarson, GR – 40 punktar
Böðvar Bergsson, GR – 39 punktar (bestur á síðustu 6) 

Forgjafarflokkur 8,5 og hærra

Daníel Jón Helgason, GR – 43 punktar
Axel Jóhann Ágústsson, GR – 42 punktar
Aðalsteinn Jónsson, NK – 41 punktur (betri á seinni 9) 

Nándarverðlaun:

13.braut – Hjalti Kristján Hjaltason, 63 cm
17.braut – Sigurður Fannar Guðmundsson, 154 cm
22.braut – Magnús Kári Jónsson, 170 cm
25.braut – Óliver Elí Björnsson, 204 cm