Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Íslandsbankamótaröðin: Öruggir sigrar hjá Huldu og Sigurði í flokki 17-18 ára
Sigurður Arnar Garðarsson og Hulda Clara Gestsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 2. júní 2019 kl. 22:02

Íslandsbankamótaröðin: Öruggir sigrar hjá Huldu og Sigurði í flokki 17-18 ára

Hulda Clara Gestsdóttir og Sigurður Arnar Garðarsson, bæði úr GKG, stóðu uppi sem sigurvegarar í flokki 17-18 ára á öðru móti ársins á Íslandsbankamótaröð unglinga sem fór fram á Strandarvelli um helgina.

Í stúlknaflokki var Hulda Clara með algjöra yfirburði en hún endaði að lokum 15 höggum á undan Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur úr GR sem varð önnur.

Örninn 2025
Örninn 2025

Hulda lék hringina þrjá í mótinu á 11 höggum yfir pari en hún átti besta hringinn í sínum flokki á lokadeginum þegar hún kom inn á höggi undir pari.

Lokastaðan í flokki stúlkna 17-18 ára:

1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, +11
2. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, +26
3. Árný Eik Dagsdóttir, GKG, +33

Í strákaflokki var ögn meiri spenna en þó fagnaði Sigurður nokkuð öruggum sigri að lokum. Sigurður lék hringina þrjá á parinu í heildina og var á besta skorinu af öllum keppendum mótsins.

Sigurður, sem endaði annar á fyrsta móti ársins á „Mótaröð þeirra bestu“, lék lokahring mótsins á 74 höggum eftir að hafa verið fjóra undir á fyrstu tveimur hringjunum.

Lokastaðan í flokki stráka 17-18 ára:

1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, 0
2. Jón Gunnarsson, GKG, +6
2. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR, +6
4. Ingi Þór Ólafsson, GM, +10