Fréttir

Fleiri golfvellir að opna
Svonefndir tíkallar opnuðu Mýrina í Leirdal í vikunni.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 10. maí 2024 kl. 14:52

Fleiri golfvellir að opna

Stóru klúbbarnir á höfuðborgarsvæðinu eru að opna golfvelli sína þessa dagana. Á morgun, 11. maí opnar Leirdalsvöllur hjá GKG og Korpúlfsstaðavöllur GR opnar sama dag.

Hvaleyrarvöllur Keilismanna opnar á mánudag, Urriðavöllur 15. maí, Grafarholt opnar 18. maí og Öndverðarnesið 19. maí. Að sögn Ólafs Þórs Ágústssonar, framkvæmdastjóra GK kemur völlurinn ágætlega undan, mun betur en í fyrra en þá var ástand valla á höfuðborgarsvæðinu mun verra en það er í ár.

Garðavöllur Leynismanna opnaði í vikunni og þá hafa fleiri vellir opnað að undanförnu, m.a. Flúðir, Mosfellsbær og síðan fleiri níu holu vellir. Síðustu vellirnir í röðinni verða væntanlega Jarðaðsvöllur og vellirnir norðar í landinu.