Fréttir

Dagbjartur sigraði á Egils Gull mótinu eftir spennandi lokahring
Dagbjartur Sigurbrandsson.
Sunnudagur 26. maí 2019 kl. 14:42

Dagbjartur sigraði á Egils Gull mótinu eftir spennandi lokahring

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, sigraði í dag á fyrsta móti ársins á Mótaröð þeirra bestu sem fór fram á Þorlákshafnarvelli. Dagbjartur lék hringina þrjá á Egils Gull mótinu á 8 höggum undir pari og réðust úrslitin á lokaholunni.

Fyrir lokahringinn var Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, í forystu á 8 höggum undir pari. Báðir eru þeir fæddir árið 2002 og tveir af okkar efnilegustu kylfingum.

Sigurður var enn í forystu þegar sex holur voru eftir af mótinu en fékk þá tvöfaldan skolla og þar með var Dagbjartur búinn að jafna við hann.

Fyrir 18. holuna voru þeir enn jafnir en skolli hjá Sigurði og par hjá Dagbjarti tryggði Dagbjarti hans fyrsta sigur á GSÍ mótaröðinni.


Skorkort Dagbjarts á lokahringnum.

Ragnar Már Ríkarðsson, GM, endaði mótið með því að fá fjóra fugla á síðustu 8 holum og varð jafn Sigurði í öðru sæti á 7 höggum undir pari.

Næsta mót á „Mótaröð þeirra bestu„ fer fram eftir tvær vikur á Hlíðavelli í Mosfellsbæ.

Staða efstu kylfinga í mótinu:

1. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, 69, 66, 70 -8
2. Ragnar Már Ríkarðsson, GM, 69, 68, 69 -7
2. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, 69, 65, 72 -7
4. Ólafur Björn Loftsson, GKG, 68, 69, 70 -6
5. Axel Bóasson, GK, 68, 71, 69 -5
5. Hákon Örn Magnússon, GR, 66, 71, 71 -5

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
[email protected]