Fréttir

Nær Fowler að brjóta hefðina?
Fowler með sigurskálina eftir par 3 holu mótið.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 11. apríl 2024 kl. 12:54

Nær Fowler að brjóta hefðina?

Bandaríkjamaðurinn Ricky Fowler varð fyrir því „óláni“ að sigra á par 3 holu mótinu sem haldið er daginn fyrir fyrsta keppnisdag á Masters. Leiknar voru að venju 9 holur á par 3 holu vellinum á Augusta.

Fowler sem komst á skrif á nýjan leik í fyrra og sigraði þá m.a. á einu PGA móti eftir slakt gengi í nokkur ár lék á fimm undir pari. Á Masters er mikið um hefðir og ein þeirra er sú að sá sem hefur sigrað á par 3 holu mótinu hefur aldrei unnið græna jakkann í sömu viku.

Það er því spurning núna hvort Fowler nái að afsanna þessa reglu og vinna græna jakkann í ár.

Fjórir kylfingar fóru holu í höggi á litla vellinum, þeir Gary Woodland, Sepp Straka, Lucas Glover og Viktor Hovland.

Fresta varð keppni á fyrsta degi í morgun vegna rigningar og þrumuveðurs en þegar þetta er skrifað er áætlað að keppni hefjist samt fyrir hádegi í Georgíu.